Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Vel var mætt á námskeiðið. Mynd: ssnv.is
Vel var mætt á námskeiðið. Mynd: ssnv.is

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína. 

26 manns sóttu námskeiðið og nutu leiðsagnar Eyglóar Rúnarsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og hlýddu að auki á áhugaverð innslög úr reynslubanka Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur (1918-Fullveldisafmælið), Halldórs Óla Kjartanssonar (Markaðsstofu Norðurlands) og Gretu Clough (Handbendi/Eldi í Húnaþingi) sem deilt var í gegnum netið.

Námskeiðið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2018/19 á sviði ferðaþjónustu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir