Vel sóttur íbúafundur á Blönduósi

Frá fundinum. Mynd:Huni.is - Lee Ann Maginnis
Frá fundinum. Mynd:Huni.is - Lee Ann Maginnis

Í gær var haldinn íbúafundur á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu. Liðlega 100 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi, að því er Húni.is greinir frá.

Á fundinn mættu fulltrúar frá Rauða krossinum og fulltrúi úr félagsmálaráðuneytinu. Farið var yfir aðdraganda og stöðu mála og íbúum kynnt hvernig staðið yrði að móttöku fólksins.  

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir