Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol

Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Myndir: Facebooksíða Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Myndir: Facebooksíða Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Um síðustu helgi kom hópur Vestfirðinga frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í námsdvöl í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Heimsóknin var lokahnykkurinn á 80 klukkustunda námskeiði sem nefndist „Matarkistan Vestfirðir - beint frá býli" en þar var kennt samkvæmt námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 2015 líkt og gert var á sambærilegum námskeiðum á Norðurlandi vestra tvo síðastliðna vetur.

Þátttakendur í námskeiðinu voru 19 og komu þeir víðsvegar að á Vestfjörðum, allt frá Barðaströnd til Kollafjarðar á Ströndum. Sólveig Bessa Magnúsdóttir, verkefnisstjóri námskeiðisins, segir að námið hafi að mestu verið fjarkennt og gátu því nemendur setið fyrirlestrana heima í stofu. Fjallað var um fjölmargt sem snertir framleiðslu og markaðssetningu á vörum beint frá býli, meðal annars ostagerð, gerð gæðahandbókar, hreinlæti og örverufræði auk þess að fara í heimsókn til framleiðenda.

Náminu lauk svo með þriggja daga helgarlotu á Skagaströnd í Vörusmiðju BioPol þar sem bæði fór fram sýnikennsla og verkleg kennsla. Nemendur bjuggu til pylsur og pate og lærðu meðal annars að úrbeina, salta, grafa, reykja og þurrka kjöt og fisk. Nokkrir framleiðendur af svæðinu, sem eiga það sameiginlegt að nýta sér aðstöðuna í BioPol, komu í heimsókn á námskeiðið og kynntu framleiðslu sína. Einnig var farið í heimsókn til noauðárkróki þar sem boðið er upp á mat úr héraði.

Að lokum voru svo nemendur útskrifaðir og boðið til veislu þar sekkurra framleiðenda í Skagafirði og fengu nemendur að kynna sér rósarækt á Starrastöðum, kjötvinnslu í Birkihlíð, Bjórsetrið á Hólum og Garðyrkjustöðina á Laugarmýri. Loks var snætt á KK Restaurant á Sm smakkað var á fjölbreyttum afrakstri námskeiðisins. Kennarar á námskeiðinu á Skagaströnd voru þau Þórhildur Jónsdóttir og Páll Friðriksson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir