Viðtalstímar vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2020 og verða starfsmenn SSNV með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.

Þriðjudagur 5. nóvember:
Kl. 10-12  Skrifstofa SSNV, Einbúastíg 2, Skagaströnd.
Kl. 13-16  Kvennaskólinn, Árbraut 31, Blönduósi. 

Miðvikudagur 6. nóvember:
Kl. 13-16  Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6, Hvammstanga. 

Föstudagur 8. nóvember:
Kl. 10-12  Hótel Varmahlíð.
Kl. 10-12  Vesturfarasetrið, Frændgarður, Hofsósi.
Kl. 13-17  Skrifstofa SSNV, Faxatorgi, Sauðárkróki.

Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt á heimasíðu SSNV. Smellt er á logo Sóknaráætlunar á forsíðu heimasíðunnar til að komast á umsóknargátt. Frekar leiðbeiningar má nálgast hér.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir