Vinnustofur á netinu heppnuðust vel

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóðu fyrir vinnustofum á netinu í síðustu viku. Efni vinnustofanna var hvernig auka má sölu í gegnum netið og voru þær hluti af verkefninu Digi2Market sem fjármagnað er að hluta til af Norðurslóðaáætlun. Vinnustofurnar fóru fram í gegnum fjarfundaforrit og var streymt á Youtube síðu samtakanna.

Á vef SSNV segir að meira en 50 fyrirtæki hafi skráð sig til leiks og hafi rúmlega 35 tekið gagnvirkan þátt á zoom og um 68 hafi horft á streymið. „Því er vel hægt að halda því fram að viðburðinn hafa tekist einstaklega vel og hefur SSNV, auk NMÍ, áhuga á að fylgja þessu framtaki eftir með fleiri vinnustofum á netinu. Kallað er eftir ábendingum um efni sem fyrirtæki og einstaklingar í rekstri telja að þörf sé á. Hægt er að senda inn ábendingar og tillögur inn á netfangið ssnv@ssnv.is,“ segir ennfremur.

Vinnustofurnar eru aðgengilegar á heimasíðu SSNV og á Youtube síðu samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir