Vonbrigði með synjun á styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fyrr í þessum mánuði úthlutuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármunum til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.

Til verkefna á Norðurlandi vestra var úthlutað 33,8 milljónum úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða en aðrir landshlutar fengu umtalsvert meiri fjármuni í sinn hlut. Á fundi Byggðaráðs Blönduósbæjar sl. þriðjudag var svohljóðandi bókun samþykkt í framhaldi af erindi frá Ferðamálastofu þar sem fram kom synjun um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Þá er bent á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun þessa árs, á milli landshuta, þar sem til Norðurlands vestra kemur aðeins 34 milljónir af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir.“

Var sveitarstjóra falið að óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fram koma í erindinu.

Tengd frétt Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir