Vorfagnaður í Árgarði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.04.2025
kl. 11.30
Laugardaginn 26. apríl nk. kl 20:00 verður vorinu fagnað í Árgarði. Til stendur að borða saman kótilettur með tilheyrandi meðlæti. Tala, syngja og dansa saman inn í nóttina.
Hljómsveitin Norðlensku Molarnir sjá um fjörið, tjúttið og gömlu dansana eins og þeim einum er lagið.
Miðaverð er krónur 10.000 og miðapantanir tekur Friðrik Rúnar í síma 899-8762, fyrir kl. 13:00 föstudaginn 25. apríl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.