Yfir 400 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra

Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.

Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér úrræði laganna enda hafi þeir tilkynnt skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri. Í upphafi síðustu viku voru 407 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra þar af 254 í minnkuðu starfshlutfalli en samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun breytast þær tölur dag frá degi.

Taflan sýnir fjölda skráninga hjá Vinnumálastofnun eftir svæðum á Norðurlandi vestra, mánudaginn 6. apríl.

Taflan sýnir fjölda skráninga hjá Vinnumálastofnun eftir svæðum á Norðurlandi vestra, mánudaginn 6. apríl.

 Hópuppsagnir í mars
Alls bárust 29 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í mars þar sem 1.207 starfsmönnum var sagt upp störfum, 547 í ferðaþjónustu, 175 í flutningum, 174 í félögum þar af 164 tengdum ferðaþjónustu, 151 í verslun, 72 í þjónustu tengdri ferðaþjónustu, 55 í mannvirkjagerð og 33 í iðnaði langflestum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir