A-Húnavatnssýsla

Þykir óskaplega vænt um sveitina sína | Velkomin heim

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er dóttir hjónanna Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar sauðfjár- og ferðaþjónustubænda að Reykjum í Hrútafirði. Sigurbjörg er í sambúð með Andra Steini Guðjónssyni kvikmyndaklippara og eiga þau þrjár dætur, Aðaheiði Lilju sex ára, Sigurlín Lóu fjögurra ára og Steinunni Önnu eins og hálfs árs. Svo það er örugglega óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurbjörgu sem vinnur sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Sigurbjörg er nú flutt heim aftur með fjölskylduna sína og býr nú í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Meira

Sveiflukóngurinn 80 ára

Geirmundur Valtýsson er landsmönnum góðu kunnur eftir að hafa skemmt Íslendingum í áratugi. Í tilefni 80 ára afmælis hans 13. apríl næstkomandi ætlar úrval hljóðfæraleikara og söngvara að flytja öll hans vinsælustu lög í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl , honum til heiðurs.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
Meira

Helgistund í Hóladómkirkju

Að kvöldi sprengidags, þriðjudaginn 13.febrúar kl: 20:00 verður helgistund í Hóladómkirkju. Séra Halla Rut Stefánsdóttir messar, kirkjukórinn leiðir sönginn og organisti verður Jóhann Bjarnason. 
Meira

Skagfirðingar aftur í sund

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar aftur í fyrramálið

Á Facebook-síðunni Sundlaug Sauðárkróks segir ,,Byrjað er að hita upp pottana og laugina. Opnum kl. 6:50 í fyrramálið, 12. febrúar." Það er því um að gera að gera sér ferð í sundlaugina á morgun eftir nokkurra daga lokun.
Meira

Sítrónuostakaka í boði Sigurveigar og Inga

Matgæðingar vikunnar í tbl 12, 2023, eru Króksararnir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir og kærastinn hennar Ingi Sveinn Jóhannesson. Sigurveig er dóttir Guðnýjar og Gunna Gests og Ingi Sveinn er sonur Fríðu og Jóa á Gauksstöðum. Þau búa saman í London þar sem Sigurveig er að gera góða hluti sem tískuljósmyndari. „Við erum matarfólk og finnst fátt skemmtilegra en að elda,“ segir Sigurveig.
Meira

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira

Útileikur í kvöld hjá Meistaraflokki karla á móti Stjörnunni kl. 19:15

Jesús minn - hvernig er hægt að gleyma því að það sé leikur í kvöld... Mér tókst það næstum því. En Meistaraflokkur karla á leik við Stjörnuna og verður spennandi að fylgjast með vini okkar, honum Keyshawn Woods, í sínum fyrsta leik fyrir Tindastól á þessu tímabili.
Meira