Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2024
kl. 10.05
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar er greint frá því að MAST hafi kært til lögreglu alvarlega vanrækslu eftir að 29 nautgripir fundust dauðir í gripahúsi við eftirlit á lögbýli á Norðurlandi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.
Meira
