A-Húnavatnssýsla

RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira

Alheimsfrumsýning á Himinn og jörð – Viðtal við Ármann Guðmundsson höfund og leikstjóra

Leikflokkur Húnaþings vestra er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum á alheimsfrumsýningu á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn var saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og sagði í tilkynningu Leikflokksins fyrr á árinu að meðal annarra hefðu nokkrar stúlkur séð um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina

Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023 :: Vísnasmiðir yrki um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Starfshópur stofnaður um stefnumótun í málefnum aldraðra

Húnahornið segir frá því að á fundi öldungaráðs Húnabyggðar í vikunni hafi verið lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu. Markmiðið er að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara. Lagt var til að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins.
Meira

Aldrei láta neinn segja þér að eitthvað sé ekki hægt :: Pétur Arason í Fermingarblaði Feykis

Síðasta sumar var Pétur Arason ráðinn fyrsti sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags, Húnabyggðar, sem varð til við sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en hann var valinn úr hópi 14 umsækjenda. Pétur er fæddur og uppalinn á Blönduósi og hefur mikil tengsl við Húnabyggð, eins og fram kom í tilkynningu um ráðninguna á sínum tíma.
Meira

Svæðisáætlun úrgangs

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa undanfarið unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunar.
Meira

Krakkaleikar Hvatar og Vilko haldnir í fyrsta sinn

Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sunnudaginn 26.mars. Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar USAH segir að Krakkarleikarnir séu fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta var í fyrsta skipti sem Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir og heppnuðust vel.
Meira

Skortur á heitu vatni torveldar atvinnuuppbyggingu á Blönduósi

Morgunblaðið sagði frá því í umfjöllun sl. mánudag að at­vinnu­hús­næði í Húna­byggð faí ekki heitt vatn og viðbúið að at­vinnu­upp­bygg­ing verði tor­veld af þeim sökum að sögn Guðmund­ar Hauks Jak­obs­son­ar, for­seta sveit­ar­stjórn­ar Húna­byggðar. Með ákvörðunum sveit­ar­stjórna Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, Húna­byggðar og Ása­hrepps, um að staldra við í skipu­lags­mál­um orku­mann­virkja, sé í raun komið virkj­ana­stopp á Íslandi.
Meira