A-Húnavatnssýsla

Stefán Orri er með slæman verk en vill ekki hitta lækni

Stefán Orri Stefánsson, stundum nefndur Neyðarkallinn, setti sig í samband við ritstjórn nú í morgun og sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég skal nú segja þér það vinur minn, að þetta samfélag okkar er hérna bara alveg farið í hundana, alveg hreint bara vinur minn, og þetta heilbrigðiskerfi okkar er alveg komið í þrot, þar stendur ekki steinn yfir steini. Ég lenti í smá óhappi nú í vor og ég fæ bara enga aðstoð, þá var sko farið beint í rassgatið á mér, skal ég segja þér vinur minn, á hérna stöðvunarskyldu hérna í bænum og ég hef bara ekki getað tekið á heilum mér síðan. Allur verkjaður eitthvað og, já, bara ómögulegur. Og svo er bara hlegið að manni í þessu kerfi okkar!“
Meira

Við eigum nýja stjórnarskrá

Eitt ár er í dag síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók við yfir 43 þúsund staðfestum undirskriftum kjósenda þar sem hins sjálfsagða var krafist, að úrslit kosninga yrðu virt og nýja stjórnarskráin lögfest. Við vitum að í lýðræðisríki eru úrslit löglegra kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Að brjóta þá grundvallarreglu getur ekki gengið til lengdar. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Alþingi lögfestir nýju stjórnarskrána. Meðan það er ógert hangir skömm yfir stjórnmálum landsins.
Meira

James Bond er dauður - Leiðari Feykis

James Bond hefur hætt virkri þjónustu, segir í kynningu nýjustu myndar um hinn eitursvala njósnara hennar konunglegu hátignar í Bretlandi, 007. Í myndinni, sem nú spannar ellefu korter, er þó friðurinn skammvinnur þegar Felix Leiter, gamall vinur frá CIA, mætir á svæðið og biður um hjálp. Að sjálfsögðu bregst Bond ekki vini sínum og lendir á slóð dularfulls illmennis, vopnuðum hættulegri nýrri tækni, meira að segja líftækni sem ég efast um að verði nokkurn tímann verði að veruleika.
Meira

Mikið byggt á Blönduósi :: Á fimmta þúsund fermetra í byggingu undir hverskonar iðnað

Á Miðholti blasir stór bygging við vegfarendum sem leið eiga um Blönduós en þar er verið að reisa 1800 fm hús fyrir verktaka og björgunarsveit. Mikið er í gangi í bænum því alls er verið að byggja ríflega 4000 fm iðnaðarhúsnæði í þrennu lagi.
Meira

Franski fjárfestingasjóðurinn Vauban Infrastructure Partners kaupir meirahlutaeign í íslenska gagnavers-félaginu Borealis Data Center

Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis. Björn Brynjúlfsson, forstjóri og einn af stofnendum Borealis Data Center, heldur hlut í félaginu og engar breytingar verða gerðar á starfseminni.
Meira

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virkjuð

Á dögunum var virkjuð í fyrsta sinn samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, en sveitarfélög umdæmisins eru sjö talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu embættisins.
Meira

Að vera sjálfum sér trúr :: Áskorandapenninn Jóhannes Torfason Torfalæk A-Hún.

Það er auðvelt að lifa hátíðardaginn en tekur á að lifa hvernsdaginn, þó er hann mjög mikilvægur, á honum gerast hlutirnir. Nú lifum við vikur þar sem gylliboðin fylla flesta miðla sem ná til okkar, boð sem flestir sem þau senda vita að eru tál. Blessunarlega er hægt að slökkva á flestum miðlum og ég segi oft að þögnin sé besta útvarpsefnið.
Meira

1.796 laxar veiddust í Miðfjarðará

Á Húnahorninu segir af því að laxveiðitímabilinu sé nú lokið í flestum ám landsins þetta sumarið. Í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum veiddust samtals 4.550 laxar og er það 156 löxum meira en í fyrra þegar 4.394 laxar veiddust.
Meira

Þrennt skipað í samstarfsnefnd í Húnavatnshreppi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur skipað þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
Meira

Unnur Þöll Benediktsdóttir nýr formaður SUF

46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið um helgina á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Hæst bar til tíðinda að nýr formaður tók við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, sem nú er orðin Þingmaður Framsóknar.
Meira