Mannvistarleifar frá 10. öld finnast á Höfnum á Skaga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Fréttir
11.06.2021
kl. 09.23
Í landi Hafna á Skaga var eitt sinn stór verstöð líklega frá landnámi og fram eftir öllum öldum og í gegnum tíðina hafa verið verbúðir á nokkrum stöðum eftir ströndinni í landi Hafna, m.a. við Rifsbúðir, Innri-Þrándarvík og á nesjunum beggja vegna Grútarvíkur og Sandvíkur. Sjórinn hefur brotið mikið af landinu á þessum stað og valdið miklum skemmdum á þeim minjum sem þarna eru og núna hefur gamall öskuhaugur komið í ljós sem stendur opinn. Í öskuhaugnum má greina gjóskulag frá árinu 1104 og eru mannvistarleifar bæði undir því og yfir sem og yfir öðru gjóskulagi sem er líklega frá 1300.
Meira