A-Húnavatnssýsla

Samræmdum könnunarprófum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem ráðgert var að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Þessi ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra byggir fyrst og fremst á hagsmunum nemenda og sjónarmiðum skólasamfélagsins, eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

Flutningabílar þvera þjóðveg 1 við Hvammstangaafleggjara

„Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvammstangaafleggjara þar sem flutningabílar þvera veg og er beðið með aðgerðir vegna veðurs,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að kanna aðstæður áður en haldið er af stað í ferðalag. Holtavörðuheiði er opin en hálka og skafrenningur er á heiðinni og Þverárfjall ófært vegna veðurs.
Meira

Hvað á barnið að heita?

Húnahornið segir af því að bráðlega opnar skrifstofusetur á Hvammstanga í húsnæði Landsbankans á Höfðabraut 6. Þar verður boðið upp á skrifstofuaðstöðu fyrir þá sem vinna störf án staðsetningar og aðra þá sem þurfa á vinnuaðstöðu að halda og þá munu skrifstofur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra flytjast í húsnæðið. Á vef SSNV er auglýst eftir nafni á húsnæðið sem væri lýsandi fyrir starfsemina og þá er því beint til þeirra sem hyggjast leggja heilann í bleyti að ekki er verra að nafnið tengist með einhverjum hætti Húnaþingi vestra.
Meira

Það dró í tröllaskafla

Það voru einhverjir sem héldu sennilega að vorið væri komið eftir veðurblíðu framan af mars. En það snérist örlítið í veðurguðunum í gær og skall á með hvassviðri og stórhríð víða um land. Ekki fór Norðvesturlandið varhluta af veðurofsanum og þegar íbúar rifuðu augun í morgunsárið og gáðu til veðurs þá mátti sjá að víða hafði dregið í tröllaskafla. Í þéttbýli var víðast hvar ófært framan af degi.
Meira

20 milljóna styrkur til flotbryggjugerðar í Drangey

Þrír styrkir renna til Skagafjarðar og einn í Húnavatnshrepp úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2021en þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021.
Meira

Sótt um lóð fyrir íbúðablokk á Blönduósi

Fimm nýjar íbúðir risu við Sunnubraut á Blönduósi á dögunum en um er að ræða raðhús sem Hrafnshóll byggir fyrir Nýjatún þá sömu og byggðu fimm íbúða raðhús við Smárabraut á síðasta ári. Búist er við að íbúðir verði tilbúnar um mitt sumar.
Meira

Vonskuveður norðanlands

Allt skólahald í grunnskólum Skagafjarðar fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar en mikið hvassviðri og snjókoma hefur gert allar aðstæður erfiðar til hreyfings. Mikill snjór er á götum Sauðárkróks og mikil ófærð. Víða er stórhríð og ófært á þjóðvegum á Norðurlandi vestra en unnið er að mokstri milli Hvammstanga og Blönduóss, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá er einnig verið að moka milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Meira

Ert þú nokkuð að gleyma þér?

Opnað var fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna 2020, þann 1. mars. Lokaskiladagur er á morgun, föstudag, 12. mars.
Meira

Smá rumpa um páskana - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Föstudaginn 5. mars kl 14:00 mættu átta félagar til fundar í Veðurklúbbnum á Dalbæ og spáðu fyrir veðrinu í mars. Í skeyti Dalbæinga kemur fram að fundarmenn hafi verið sáttir með veðrið í febrúar sem var þó heldur hlýrra en þeir áttu von á.
Meira

Hvar vilt þú búa?

Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér.
Meira