A-Húnavatnssýsla

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira

Auður HU 94 á Skagaströnd hefur landað yfir 100 tonnum á kvótaárinu

Í gær var sagt frá því á vef Skagastrandar að Auður HU 94 á Skagaströnd hefur verið aflahæsti báturinn á landinu undir 8 bt það sem af er ári. Landaður afli í bæði janúar og febrúar nam rúmum 20 tonnum og er Auður HU 94 eini báturinn í þessum stærðarflokki á landsvísu sem hefur landað yfir 100 tonnum það sem af er kvótaárinu.
Meira

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira

MS gert að greiða 480 milljónir í ríkissjóð

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Mjólkursamsölunnar ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu þar sem deilt var um hvort MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja hrámjólk til vinnslu mjólkurafurða á hærra verði til keppinauta en til eigin framleiðsludeildar og tengdra aðila. Á heimasíðu réttarins segir að í dómnum hafi verið talið að MS hefði verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði og var Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Mjólkursamsölunnar ehf.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Forræðishyggja fortíðarinnar – Leiðari Feykis

Eftir marga magra Covid-mánuði í leikhúsum á Norðurlandi vestra setti Nemendafélag Fjölbrautaskólans loks upp sýningu í Bifröst, sem tókst í alla staði vel. Sagan er nokkuð klisjukennd en varð fræg í bíómynd frá árinu 1984 og kallast Footloose upp á enskuna. Ég veit svosem ekki hvort eða hvernig myndin hefur verið þýdd á okkar ásthýra mál en mér dettur í hug Fótafimi eða Lappalausung eða kannski bara í anda þess tíma Dansandi grallaraspóar.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira

Markviss með byssur á sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri

Skotfélagið Markviss á Blönduósi verður þátttakandi í árlegri byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri, ásamt versluninni Vesturröst, sem haldin verður um helgina á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður þar til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Meira