A-Húnavatnssýsla

Heiðlóan er Fugl ársins 2021

Það er heiðlóan sem er sigurvegari kosninga um titilinn Fugl ársins 2021. Hún flaug beint á toppinn í atkvæðagreiðslunni og sigraði með glæsibrag þar sem hún fékk bæði flest atkvæði sem 1. val kjósenda og var einnig með flest atkvæði samanlagt sem 1.-5. val. Himbriminn veitti henni harða keppni. Alls bárust 2054 atkvæði og stóð valið um 20 fugla. Velja mátti fimm fugla og raða þeim í sæti 1-5.
Meira

Átta sóttu um lögreglustjóraembættið á Norðurlandi vestra

Átta umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar 27. mars síðastliðinn. Gunnar Örn Jónsson, fráfarandi lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, flutti sig um set og var skipaður í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl. Sigurður Hólmar Kristjánsson, einn umsækjanda gegnir nú stöðunni sem settur lögreglustjóri.
Meira

Gleðilegt sumar

Að fornu voru aðeins tvær árstíðir – sumar og vetur sem skiptu árinu á milli sín. Og já - nú er komið að þeim helmingi sem sumar þekur. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Þá var einnig forn siður að skiptast á gjöfum. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið helsti hátíðisdagurinn minn. Og já – sama hvernig viðrar. Fyrir mér er sumarið komið – tími vonar og nýs upphafs.
Meira

Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur. Hann er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Á WikiPedia segir að sumardaginn fyrsta beri alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.
Meira

Nýtt atvinnuhúsnæði rís á Miðholti

Fyrsta skóflustungan var tekin af 1.739 m2 húsnæði að Miðholti 1. þann 14. apríl sl. en á vef Blönduósbæjar kemur fram að um sé að ræða límtréshús, klætt samlokueiningum á steyptum sökkli.
Meira

Mokveiði á grásleppunni

Fyrstu vikuna voru aðeins átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum en í þessari viku bættust nokkrir bátar við og eru nú alls sextán bátar á veiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnahlið á heiðum - Leiðari

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kóvidið hefur heldur betur haft áhrif á líf okkar undanfarin misseri, mismikið þó. Fólk hefur smitast og orðið mis alvarlega veikt, og því miður einhverjir dáið. Flestir hafa haldið sóttvarnareglur að mestu en varla alveg 100%. Það virðist samt halda ágætlega þó nú hafi blossað upp smit í borginni.
Meira

Framboðslisti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi birtur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í fjarfundi í gær.
Meira

Feiknaaðsókn á körfuboltanámskeið á Húnavöllum

Körfuboltaskóli Norðurlands hélt námskeið í Húnavallaskóla 17. apríl síðastliðinn en vegna Covidáhrifa hafði því verið frestað áður. Helgi Freyr Margeirsson, rektor Körfuboltaskólans, segir að náð hafi að skjóta inn námskeiði rétt fyrir sauðburð áður en álagið á mörgum bæjum í sveitinni eykst og minni tími gæfist til að sækja námskeið. Körfuboltaskólinn gaf svo skólanum fjóra bolta fyrir yngsta aldurshópinn sem væntanlega verða nýttir vel.
Meira

Framtíð Norðvesturkjördæmis

Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum – sama hvaða nafni þeir nefnast þarf að huga að fjölbreytni. Það þarf fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fjölbreytt fólk með ólíkan bakgrunn. Við viljum öll helst búa í einhvers konar Kardemommubæ þar sem bakarinn bakar brauð og skóarinn smíðar skó.
Meira