A-Húnavatnssýsla

Útibú Arionbanka á Blönduósi lokar

Ákveðið hefur verið að sameina útibú Arion banka á Blönduósi við útbúið á Sauðárkróki og tekur breytingin gildi 5. maí næstkomandi, eftir því sem kemur fram í frétt á Húni.is. Í tilkynningu sem bankinn sendi viðskiptavinum sínum á Blönduósi segir að undanfarin ár hafi verið gerðar breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð sé áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum.
Meira

Menntun og almúginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?
Meira

Feykir kominn í rafrænt form

Rafrænn Feykir er nú fáanlegur í áskrift á netinu og hægt að velja um þrjár áskriftir. Í fyrsta lagi áskrift að prentútgáfunni, sem einnig gefur aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is, í öðru lagi aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is og loks rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á Feyki.is.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira

Skagafjörður í 4. sæti hamingjulistans yfir búsetuskilyrði - Ný könnun landshlutasamtaka

Sagt var frá því hér á Feyki.is í gær að Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður væru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Vífill Karlsson, annar skýrsluhöfunda, hefur tekið saman helstu niðurstöður fyrir Norðurland vestra.
Meira

Brottflogin grágæs frá Blönduósi dúkkar upp í Ålbæk

Nú í vikunni var í fjölmiðlum sagt frá ferðum íslensku grágæsarinnar NAV sem merkt var á Blönduósi sumarið 2017. Haft er eftir Arnóri Sigfússyni, dýravistfræðingi hjá Verkís, að rétt fyrir áramót hafi hún verið stödd á Norður-Jótlandi og að þetta sé í fyrsta skipti sem íslensk grágæs sjáist í Danmörku, svo vitað sé. Í frétt Húnahornsins segir að Arnór séBlönduósingum kunnugur því hann hefur staðið fyrir merkingum íslenskra grágæsa þar og fylgst með ferðum þeirra.
Meira

Öðruvísi öskudagur

Nú fer að líða að skemmtilegustu dögum ársins, bollu-, sprengi- og öskudegi en samkvæmt almanakinu verða þeir í næstu viku. Eins og svo oft áður setur kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn og hafa Almannavarnir af þeim sökum gefið út hugmyndir að öðruvísi öskudegi. Mælt er með að haldið verði upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Meira

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir í nýrri könnun landshlutasamtaka

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum.
Meira

Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga

Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira

Húnaklúbburinn fær Evrópustyrk

Við tilkynnum með stolti að Húnaklúbburinn og Óríon hafa fengið Erasmus+ styrk vegna verkefnisins Leiðin að rótunum. Ungmennaráðin í Húnaþingi vestra og í Pyhtää í Finnlandi munu vinna saman að því að hvetja æskuna til aukinnar lýðræðisþátttöku, til að taka meiri þátt í að móta samfélög sín og búa ungmenni undir samskipti við stjórnvöld og aðra menningarheima í alþjóðlegu umhverfi. Verkefnið hlaut alls styrk upp á €137.000 (27.374.220 íslenskra króna) fyrir árin 2021 og 2022.
Meira