Aurskriða féll í Svartárdal
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
03.10.2024
kl. 15.24
Aurskriða féll á Svartárdalsveg í Húnavatnssýslu í dag og hefur lokað veginum. Guðmundur Guðbrandsson, bóndi á Bergsstöðum sagði í samtali við ruv.is, að skriðan hefði haft töluverð áhrif. Vegurinn hafi rofnað og að sveitin fyrir innan sé svo gott sem lokuð. Hægt sé að aka heiðina en hún sé varla fólksbílafær. Þá sé ekki vitað hvort kindur hafi orðið undir skriðunni.
Meira