A-Húnavatnssýsla

Sigurdís og Bergmál fjallanna

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. október, heldur húnvetnska tónlistarkonan Sigurdís tónleikana „Bergmál fjallanna” í Djúpinu í Hafnarstræti í Reykjavík. Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona, búsett í Danmörku, en alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Forsæludalur kominn í eigu Orkusölunnar

„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Tónleikar í Bjarmanesi

Laugardagskvöldið 12. október nk. verða tónleikar haldnir í samtarfi við Minningarsjóðinn um hjónin frá Vindhæli og Garði í Bjarmanesi á Skagaströnd. Það er hinn eini sanni Magnús Þór sem mætir á Skagaströnd með gítarinn. 
Meira

Farið yfir verkefnastöðu Húnabyggðar

Á fundi byggðaráðs Húnabyggðar fór sveitarstjóri yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en nokkrum stórum verkefnum er lokið eða rétt að ljúka.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

Landsvirkjun styrkir hönnun á göngubrú

Landsvirkjun hefur ákveðið að styrkja Húnabyggð um 5.000.000kr. vegna hönnunar á nýrri göngubrú yfir ósa Blöndu.
Meira

Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON

Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“
Meira

Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands gera nýjan samning

Selasetur Ísland og Náttúrustofa Norðurlands vestra hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Á vef Selasetursins segir að Selasetrið og NNV hafa verið í nánu og góðu samstarfi undanfarin ár. Á Hvammstanga hafi verið staðsettir starfsmenn NNV sem hafi verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem þar er.
Meira

Þriðji bekkur hlaut Gullskó Húnaskóla

Í lok september lauk í Húnaskóla verkefninu Göngum í skólann sem var í gangi í tvær vikur. Sagt er frá því á vef skólans að af þessu tilefni hafi verið haldin verðlaunaafhending fyrir utan skólann þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans voru saman komnir og eftirvæntingin var töluverð. Allir bekkir stóðu sig vel en að þessu sinni var það 3. bekkur sem hlaut gullskóinn en þau mættu öll alla dagana hjólandi eða gangandi í skólann.
Meira