A-Húnavatnssýsla

Framtíð sauðfjárbænda

Meðal sauðfjárbænda ríkir veruleg óvissa. Óvissa um innkomu fyrir afurðir, óvissa um hvort afurðaverð í ár hrökkvi til að borga fyrir helstu nauðsynjum á venjulegu heimili, óvissa um hversu mikið heimilið verður skuldsett eftir sláturtíð. Óvissa um framtíðina.
Meira

Kastali risinn á Blönduósi

Unga fólkið á Blönduósi hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á föstudaginn var en þá var tekinn í notkun stórglæsilegur kastali á lóð Blöndskóla. Þess er skemmst að minnast að í sumar var stærsti ærslabelgur landsins settur upp á sömu lóð, við hlið sparkvallarins, og er því óhætt að segja að skólinn státi nú af myndarlegum leikvelli fyrir nemendur sína.
Meira

Forsendubrestur í sauðfjárrækt

Nú sér fyrir endann á annasömum tíma í sveitum landsins. Út um allt land hafa vaskir smalar hlaupið uppi fé og rekið heim og dilkar sjaldan verið vænni að hausti. En nú horfir svo við að afurðarstöðvar hafa lækkað verð umtalsvert, eða um það bil 35%, og hafa bændur miklar áhyggjur af lífsafkomu sinni. Þeir sem hafa lagt í fjárfestingar á tækjum og húsakosti sjá fram á að geta ekki greitt af lánum að öllu óbreyttu.
Meira

Prófessor Stefán Óli Steingrímsson

Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistaraprófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992.
Meira

Sjálfstæðismenn ánægðir með mætingu á opnun kosningaskrifstofu sinnar

Kosningaskrifstofa sjálfstæðisflokksins var opnuð formlega á Sauðárkróki sl. laugardag að Kaupangstorgi 1. Að sögn Bryndísar Lilju Hallsdóttur komu um hundrað gestir sem áttu saman mjög skemmtilega stund. Hún segir mikla samstöðu og jákvæðni hafa ríkt og mátti heyra á tali fólks að bjartsýni væri fyrir komandi kosningadegi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stutt ávarp og hvatti fólk til dáða.
Meira

Gerum betur í heilbrigðismálum

Eitt af því sem þarf að taka fastari tökum eftir komandi kosningar eru heilbrigðismál. Það er ekki síst mikilvægt fyrir dreifðar byggðir landsins. Skilgreina þarf vandlega hvaða heilbrigðisþjónusta á að vera í boði að lágmarki í öllum byggðarlögum og finna leiðir til að veita þá grunnþjónustu og bæta hana síðan jafnt og þétt. Aðgengi að heilsugæslu og læknum verður að vera tryggt alls staðar á landinu. Það er mikilvægt byggðamál.
Meira

Bananakaka Georgs og Laugardagspítsan okkar

„Við þökkum góðvinum okkar Valdísi og Baldri fyrir áskorunina. Georg er með mjólkuróþol svo uppskriftirnar taka mið af því. Ég er agalegur slumpari og það er því talsverð áskorun að skrifa niður þessar uppskriftir þar sem ég kann þær orðið utan að og nota því nokkurs konar „bakara-auga“ við baksturinn,“ segir Sigurlaug Ingimundardóttir frá Skagaströnd en hún og Georg sonur hennar voru matgæðingar vikunnar í 40. tbl. Feykis árið 2015.
Meira

Holóttir vegir – hol loforð

Holóttir þröngir malarvegir í rigningu og haustmyrkri eru stórhættulegir yfirferðar. Þessu kynnist maður vel nú á ferðum um kjördæmið í aðdraganda enn einna kosninganna. Þessir holóttu vegir bera gott vitni um hinn hola hljóm sem hefur verið í loforðum fyrir hverja kosningu á síðustu árum og áratugum. Það skiptir víst litlu máli þótt kosningar sé haldnar árlega, jafnvel oftar. Vegirnir eru áfram holóttir og áfram hljóma hol kosningaloforð.
Meira

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira

Skotíþróttafólk Markviss 2017 eru Jón Brynjar og Snjólaug

Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnintímabilinu.
Meira