A-Húnavatnssýsla

Bann við dragnót fellt úr gildi í fjörðum norðanlands

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, falla úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í Kórum Íslands á sunnudagskvöldið

Á sunnudagskvöldið tekur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þátt í seinni undanúrslitaþættinum í Kórum Íslands sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Kórinn kom fram í þriðja þættinum sem sýndur var í beinni útsendingu sunnudagskvöldið 8. október og flutti lagið Í fjarlægð undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Flutningurinn vakti lukku og skilaði kórnum áfram í undanúrslitin í símakosningu. Kórinn er einn fárra kóra af landsbyggðinni sem tekur þátt í keppninni.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Fellsborg á Skagaströnd mánudaginn 13. nóvember klukkan 13:00 til 16:00. Erindi flytja þau Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair, Smári Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf., Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Allir sáttir eftir kosningar

Efstu menn þeirra flokka sem komu mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi svara spurningu vikunnar í Feyki sem kemur út í dag. Spurningin er: Ertu sátt/ur við niðurstöður kosninganna? Allir eru sáttir þó einhverjir hefðu búist við eða viljað betri niðurstöðu sinna flokka.
Meira

Takk fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Ég vil þakka kærlega fyrir stuðninginn í Alþingiskosningum sem í hönd fóru laugardaginn 28. október. Þó svo að ég hafi ekki náð markmiði mínu og hlotið endurkjör á þingið er ég hrærð og þakklát fyrir þau 1.169 atkvæði sem greidd voru til okkar. Í störfum mínum á Alþingi hef ég sett á oddinn málefni sem ég tel mjög mikilvægt að allir flokkar á þingi starfi að í sameiningu.
Meira

Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.
Meira

Viðaukasamningar við sóknaráætlanir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með samningunum er að styrkja sóknaráætlanir landshlutanna þriggja með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.
Meira

Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.
Meira

Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert.
Meira

Framsókn með flest atkvæði lesenda Feykis

Feykir stóð fyrir óvísindalegri netkönnun á Feyki.is hvernig atkvæði lesenda myndi raðast í komandi kosningum. Í morgun var lokað fyrir þátttöku og hafði þá Framsóknarflokkurinn mest fylgi eða 29% og Píratar komu næstir með 20% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17% atkvæða og á hæla hans kom Miðflokkurinn með 15%.
Meira