A-Húnavatnssýsla

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti – Verðlaunagripurinn gerður í FNV

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þann 8. nóvember sl. og var það Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla sem tók við þeim. Verðlaunagripurinn sem veittur var er skagfirskur, smíðaður í FNV.
Meira

Umferðaróhapp í Skagafirði

Bíll fór út af veginum nálægt Flatatungu í Skagafirði í gærdag og endaði í Norðurá. Tveir voru í bílnum og hlaut annar minniháttar meiðsli og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri skv. frétt mbl.is í gær.
Meira

Frosthörkur geta gert lítillega vart við sig

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sjö talsins og lauk honum kl. 14:30. Spágildi síðustu veðurspár, var að vanda vel viðunandi, að sögn veðurspámanna.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira

Námskeið og kynning á vegum SSNV

Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í úrslitin

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi þegar hann tók þátt í seinni undanúrslitaþætti Kóra Íslands á Stöð 2 og söng sig til þátttöku í úrslitaþættinum. Kórinn söng lagið Gæfa hestamannsins sem er eftir stjórnanda kórsins, Skarphéðin Einarsson, við texta Benedikts Blöndals Lárussonar og stóð sig með slíkum ágætum að þjóðin kaus hann áfram í úrslitin í símakosningunni. Þess má geta að kórinn er nú eini fulltrúi landsbyggðarinnar í keppninni. Feykir óskar kórnum til hamingju með árangurinn.
Meira

Kemst Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram í Kórum Íslands í kvöld?

Þá er komið að undanúrslitum hjá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í þætti Stöðvar 2, Kórar Íslands en hann verður í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:10. Þarna munu örlög þeirra kóra, sem komist hafa áfram í keppninni, ráðast en með þinni hjálp gæti það gerst.
Meira

Hálka eða snjóþekja á vegum

Það var ekki laust við að sjónin sem við blasti þegar litið var út í morgun hafi verið nokkuð ókunnugleg enda hvítt orðið yfir öllu í fyrsta skipti á þessu hausti. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að hálkublettir, hálka eða snjóþekja er nú á öllum vegum á Norðurlandi og því er vissara fyrir þá sem þurfa að leggja land undir fót að hafa varann á.
Meira

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira