A-Húnavatnssýsla

Sjö frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðvestur

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið sunnudaginn 8. október 2017 á Bifröst Borgarbyggð. Til þingsins er boðað til að velja í fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga þann 28. október nk..
Meira

Umhverfisráðherra leggst gegn undanþágu

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að urðunarstaðurinn Stekkjarvík í Austur-Húnavatnssýslu hygðist óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun þar sem sláturúrgangur hafi aukist mikið. Því séu líkur á að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár en staðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega.
Meira

Guðjón S. Brjánsson efstur hjá Samfylkingunni

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2017 varð ljós í gær en Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi hélt fjölmennt kjördæmisþing á Hótel Bjarkalundi þar sem framboðslisti vegna komandi alþingiskosninga var samþykktur samhljóða. Listann skipa:
Meira

Eva Pandora leiðir lista Pírata í Norðvestur

Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þetta varð ljóst í gær er niðurstöður úr prófkjörum Pírata voru kynnt á lýðræðishátíð í Hörpu undir yfirskriftinni: Framtíðin er okkar.
Meira

Hátíðar sjávarréttasúpa og Daim ísterta

Matgæðingar 37. tölublaðs Feykis árið 2015 voru þau Valdís Rúnarsdóttir og Baldur Magnússon frá Skagaströnd. Þau buðu lesendum upp á uppskriftir af hátíðar sjávarréttarsúpu með heimabökuðu brauði og Daim ístertu.
Meira

Gunnar Bragi segir skilið við Framsóknarflokkinn

Skömmu fyrir hádegi birti Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður, yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir að hafa starfað fyrir flokkinn frá sex ára aldri.
Meira

Útsaumsnámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Til stendur að halda námskeið í útsaumi í Kvennaskólanum á Blönduósi dagana 21. og 22. október og er námskeiðið ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á útsaumi og einnig þeim sem áhuga hafa á að prófa eitthvað nýtt. Kennari á námskeiðinu verður Björk Ottósdóttir, kennari við Skals design og håndarbejdsskole, í Danmörku en sá skóli er mörgu íslensku handverksfólki að góðu kunnur.
Meira

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir ráðstefnu um viðburðarstjórnun

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóð sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem bar titilinn Viðburðalandið Ísland. Háskólinn á Hólum er nú eini háskólinn hérlendis sem býður upp á nám í þessari sívaxandi grein og því var ákveðið að blása til ráðstefnu til að vekja athygli á náminu og mikilvægi þess að skipulag viðburða sé unnið faglega.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Í dag, fimmtudaginn 28. september, verður opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á Blönduósi. Þá ætla þeir listamenn sem dvalið hafa í septembermánuði hjá Textílsetri Íslands að bjóða til textílsýningar sem ber heitið Þetta reddast. Það eru listamennirnir Áine Bryne, Clare O.N, Rosa Smiths, Lauren A. Ross, Kristine Woods, Maggie Dimmick, Helena Schlichting og Andreana Donahue sem standa að sýningunni en hún verður opin milli kl. 16 og 18
Meira

Kosningahugleiðingar

Þegar maður knýr dyra og óskar inngöngu er það gamall og góður siður að kynna sig. Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi blása til kjördæmisþings þann 8. október nk á Bifröst þar sem kjósa skal listann sem verður í framboði til alþingiskosninga nú í haust. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til kjörs í 2. sæti á listann. Halla Signý Kristjánsdóttir heiti ég og er búsett í Bolungarvík.
Meira