Skagfirskir skólar, lífsins gæði og gleði

Í Skagafirði er unnið metnaðarfullt starf á öllum skólastigum: í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum, framhaldsskóla, farskóla og háskóla. Við Skagfirðingar erum svo lánsöm að hafa metnaðarfulla kennara, stjórnendur og annað starfslið sem vinnur gott starf í menntamálum. Það er ánægjulegt að sjá hve gróskan er mikil, með þróunarverkefnum sem leiða til stöðugra umbóta. Starfslið skólanna er framsækið og vel menntað. Við Sjálfstæðismenn viljum styðja við gott starf þannig að góðir skólar geti orðið enn betri.

Það eru nokkur mál sem er brýnt að huga að á komandi kjörtímabili. Vinna þarf að endurbótum og viðhaldi í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Finna lausn á húsnæðismálum leikskólanna Birkilundar og Tröllaborgar í samráði við hagsmunaaðila.  Vinna þarf áfram að uppbyggingu Árskóla og gera umhverfi hans öruggt fyrir börnin.  Viðurkenna þarf mikilvægi tónlistarskólans og færa hann inn í Árskóla.

Styðja þarf við gott starf sem unnið er í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, í Farskóla Norðurlands vestra og í Háskólanum á Hólum.

Meginstefið í stefnu Sjálfstæðisflokksins er að styðja við gott skólastarf og tryggja áfram metnaðarfullt skólastarf í Skagafirði.

Sigríður Svavarsdóttir oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir