Stefnir á að komast í landsliðið - Íþróttagarpurinn Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand

Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.

Hverra manna ertu? -Pabbi er Hrannar Freyr Gíslason (Gísli Kristjáns á trésmiðjunni Borg og Svana í Hlíðarkaup eru hans foreldrar) húsasmíðameistari og mamma er Sigrún Heiða Seastrand sem er í fæðingarorlofi en hún var lengi dagmamma.(Hún er Vestur-Húnvetningur)

Íþróttagrein: -Fótbolti

Íþróttafélag/félög: -Tindastóll

Helstu íþróttaafrek: -Spila með Pressuliðinu á Símamótinu og vera í úrtöku fyrir U15 í fótbolta.

Skemmtilegasta augnablikið: -Að sjá systkini mín í fyrsta sinn.

Neyðarlegasta atvikið: -Hef sem betur fer ekki lent í neinu.

Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég hef hárið alltaf í tagli, það er kannski ekki hjátrú en hefur virkað vel.

Uppáhalds íþróttamaður? -Sara Björk.

Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Hannes Þór Halldórsson, markvörður, myndi vilja taka vítaspyrnukeppni við hann.

Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Hann myndi gera sitt besta og ég líka.

Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ég veit ekki hvað ég get sagt, pass.

Lífsmottó: Aldrei gefast upp!

Helsta fyrirmynd í lífinu? -Sara Björk landsliðskona er flott stelpa sem hefur komist langt og ég lít upp til hennar.

Hvað er verið að gera þessa dagana? -Læra, æfa og vinna.

Hvað er framundan? -Ég verð betri og betri og svo mun ég komast í landsliðið, til þess er bara að halda áfram og gera mitt besta.

Áður birst í 44. tbl. Feykis 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir