Torskilin bæjarnöfn - Gottorp í Vesturhópi

Gottorp í Vesturhópi. Mynd: Mats.is.
Gottorp í Vesturhópi. Mynd: Mats.is.

Í Árbókum Espólíns er bæjarins getið á þessa leið: 
„Árið 1692 fjell sandur yfir Ásbjarnarnes í Vesturhópi, þar Barði Guðmundarson bjó fyrrum, ok tók bæinn allan ok túnið. Þann sand allan dreif úr Þingeyrasandi í norðanveðri, en á tanga af jörðunni var síðan settr annar bær ok kallaðr Gottrúp. Þar var l0 hundraða Ieiga.“ (Árb. Esp. VIII. bls. 35.)

Eins og kunnugt er, var Lárits Kristjánssyni Gottrup veitt Þingeyraklaustur árið l683 og flutti þangað árið eftir. Bjó hann þar síðan til dauðadags. (Sbr. Sýslumannaæfir I. 591.)

Meðal þeirra jarða er lágu í umboði Gottrúps var Ásbjarnarnes. Hafa skemdirnar því orðið hjer um bil 8 árum eftir að Lárits tók við klaustrinu. Sannar það því frásögn Espólíns, hvað snertir tímann. Að líkindum hefir nýbýli þetta verið bygt að undirlagi Láritsar Gottrúps, og bærinn verið nefndur ættarnafni hans, að dönskum sið. Kristján faðir Láritsar kendi sig við Gottorp (eða Gottrup, sem er sama nafnið) á Jótlandi, og hefir máske verið fæddur þar. (Gottorp (í Sljesvík) var alllengi aðsetursstaður Danakonunga, eins og mönnum er kunnugt, og þar dó konungur Friðrik I.) Gottorp er því útlent nafn, og þó af norrænum rótum runnið.

Forliður nafnsins mun vera kynjað frá orðinu goð - eða guð - sem myndar forliðinn í nafninu Guttormur og ritað er á ýmsa vegu í fornritum t.d. Gutth-, Goþ-, Gothþ- og Gothormur. (Sbr. Safn t. s. Ísl. III. B. bls. 601.) Gottorp á Jótlandi hefir verið blótstaður f fornöld, og það felst í nafninu.

Síðari liður nafnsins - torp = þorp, þ. e. húsaþyrping - d. Torp, Sv. Torp = lítill bær. Komið af gotn. Þaurp sem þyðir stórbýlli – „Garður“ eða engils. þorp (eða þrop) er þýðir hið sama. Torp: Etym. Ordb. 797).

Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

Áður birst í 14. tbl. Feykis 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir