Umhverfisdagar í Skagafirði | Sigurjón Þórðarson skrifar

Heilbrigðiseftirlitið fagnar komandi umhverfisdögum Skagafjarðar 7. – 14. júní nk. og vill um leið þakka vel fyrir umhverfisdag FISK sem haldinn var í maí. Hvatt er til þátttöku í dögunum með því að fara nú um umhverfi og hreinsa það sem ekki verður nýtt og verður aldrei til gagns. Það sem á að geyma er rétt að koma í hvarf og raða upp með skipulegum hætti, til þess að koma í veg fyrir sjónmengun.

Eftirlitið mun taka þátt í átaki sveitarfélagsins og beina tilmælum til aðila sem gætu staðið betur að málum t.d. hvað varðar véla- og járnarusl meðfram þjóðvegum, plasti á girðingum og söfnun á bílhræjum.

Markmiðið með athugasemdunum Heilbrigðiseftirlitsins er að bæta ásýnd og umhverfi Skagafjarðar. Óskað eftir að brugðist verði við þeim hratt og vel, en eftirlitið vill fyrir alla muni koma í veg fyrir beitingu dagsekta.

Vakin er athygli á því að ef illa stendur á hvað varðar tiltekt þá má sækja um frest til úrbóta.

Sigurjón Þórðarson,
heilbrigðisfulltrúi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir