Viðbrögð stjórnvalda

Ríkisstjórnin bregst við þeim aðstæðum sem uppi eru núna í þjóðfélaginu og ræðst nú í sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs. Það má finna þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi til samþykkis. Þar eru 15.000 m. kr. fjárheimild til átaksins verði skipt á einstök fjárfestingaverkefni um allt land. Þetta miðast við verkefni sem eru tilbúin til framkvæmda og miðað er við að hefist fyrir 1. september á þessu ári.

Þarna er verið að horfa til verkefna um endurbætur fasteigna, nýbyggingar, samgöngumannvirki, orkuskiptaverkefni og rannsóknir og nýsköpun. Auk þess eru verkefni í starfrænt Ísland og upplýsingatækniverkefni. Þessi verkefni eru til viðbótar við þau verkefni sem eru annars á dagskrá og halda sínu striki.

Verkefni á Norðvesturlandi
Í þessum fjárfestingatillögum sem ráðast á í er að finna ýmis verkefni á Norðvesturlandi og m.a:
Vegaframkvæmdir vegna tengivega. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi.
Vegaframkvæmd og hönnun á Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá.ü Hafnarframkvæmdir með grjótverkefni á Sauðárkróki
Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum um allt landi í þeim verkefnum sem tilbúin eru til framkvæmda.
Ísland ljóstengt, aukið átak. Markmiðið er að nær öll heimili og fyrirtæki í dreifbýli hafi aðgang að ljósleiðaratengingu.
Í samræmi við stjórnarsáttmála er stefnt að átaki í fráveitumálum í samtarfi við sveitarfélögin.
Aukið átak til bindingar kolefnis með skórækt og landgræðslu.
Átaksverkefni í menningu og listum með styrkveitingum til menningar- og listverkefnum.
Óveðurstengd verkefni hjá Vegagerðinni
Upplýsingagátt vega , upplýsingakerfi um veður og sjólag.

Í undirbúningi er stærra fjárfestingaátak sem ætlunin er að taki til áranna 2021-2023. Það eru mörg verkefni og það eru verkefni sem þarfnast meiri undirbúnings heldur en að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd á þessu ári.

Halla Signý Kristjánsdóttir
þingmaður Framsóknarflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir