Ærðist við sigur Íslands á Noregi

Karlmaður í Húnvatnssýslu ærðist gjörsamlega þegar Ísland lagði Noreg í handboltanum í gær. Gekk maðurinn berserksgang í sveitinni, hljóp klæðalítill um túnin og endaði berrassaður ofan í á þaðan sem honum var bjargað.

Lögreglan var kölluð á svæðið til að fjarlægja manninn, en hún naut aðstoðar björgunarsveitarinnar þar sem maðurinn neitaði að koma upp úr ánni, þar sem einn lögreglumaðurinn á ættir sínar að rekja til Noregs. Lét hann fúkyrðin dynja á lögreglumanninum á meðan björgunarsveitarmennirnir brugðu á hann böndum og drógu upp úr ánni. Var maðurinn þá orðinn talsvert kaldur, eftir að hafa hlaupið fatalítill um sveitina í talsverðan tíma.

Á leið sinni braut maðurinn rúðu í tveimur dráttarvélum, reif niður girðingu, klifraði upp í rafmagnsstaur, reið berbakt talsverðan spotta og skefldi hænur í hænsnakofa á nágrannabæ svo nokkrar þeirra báru vart sitt barr á eftir.

Af manninum er það að frétta að hann var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslunni á Hvammstanga og í kjölfarið bannað að horfa á fleiri leiki á HM.

Dreifarinn minnir fólk á að halda ró sinni þrátt fyrir gott gengi landsliðsins á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir