Bíður enn eftir útspili

Kristmann Ísleifsson á Blönduósi sá sig knúinn til að koma því á framfæri við Dreifarann að Guðmann félagi hans Nikulásson, ætti ennþá eftir að koma með útspil í Ólsen-Ólsen þeirra félaga sem dregist hefur á langinn.

Forsagan er sú að þeir félagar settust að Ólsen-Ólsen borði á útmánuðum í fyrra eins og þeir gerðu nær daglega félagarnir. Hins vegar þurfti Guðmann skyndilega frá að hverfa vegna iðrakvefs og skildi hann Kristmann eftir með sárt ennið. Guðmann hefur ekki ennþá snúið að spilaborðinu og segist Kristmann vera orðinn þreyttur á langri setu við Ólsen-Ólsen borðið. „Það er auðvitað ekkert gaman að vera skilinn svona eftir í lausu lofti. Guðmann ætlaði rétt að bregða sér af bæ vegna magakveisu og ég bjóst alltaf við honum aftur. Hér hef ég beðið síðan eftir útspili hans og ekkert gerist,“ sagði afar óhress Kristmann í spjallið við Dreifarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir