Dauðasyndirnar sjö

Séra Jón Jónsson frá Snýtu telur að rafeindahraðallinn í CERN í Sviss hafi komið af stað keðjuverkandi áhrifum dauðasyndanna sjö.
Strax eftir að rafeindahraðallinn var settur í gang fór að bera á andstöðu við það góðæri sem við Vesturlandabúar höfum búið við á undanförnum árum, segir Jón og bendir á að hraðallinn framleiðir andefni en ekki í þeirri mynd sem haldið var í upphafi. Nú fer að gæta áhrifa dauðasyndanna sjö sem eru  leti, öfund, ágirnd, ofát, munúðlífi, hroki, og reiði.

 

–Í upphafi nýrrar aldar nennti fólk ekki að sinna skyldum sínum gagnvart Guði, fór að öfundast út í náungann og ágirndin óx á veraldlegum gæðum. Fólk fór að stunda ofát eða öllu heldur ofneyslu og stundaði munúðarlíf. Þetta leiddi til þess að hrokinn varð skynseminni yfirsterkari og af því leiddi að reiðin gaus upp í fólki.

 

Dauðinn í þessu tilfelli er ekki dauði mannsins heldur aðstæðnanna sem syndirnar sköpuðu, segir Jón að lokum og biður fólk að óttast eigi því endalok eins er upphaf annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir