Erlendur fer ótroðnar slóðir í kjörþyngdarátaki

Erlendur Guðjónsson hefur lengi glímt við baðvigtina en konu hans, Sigríði Guðfinnu Hjálmarsdóttur, finnst Lendi ekki vera brúklegur til meiri- eða minniháttar ævintýra eins og að ganga með sér Laugaveginn svo dæmi sé tekið.

Nú er svo komið að Lendi hefur ákveðið að bregðast við vandamálinu af festu og einurð og ætlar að koma sér í kjörþyngd fyrir komandi sumar, en hann fer ekki sömu leið og flestir aðrir eins og Dreifarinn komst að í samtali við hann.

-Ég er búinn að fullreyna þetta megrunarkjaftæði, þetta eru alltaf tóm vonbrigði ár eftir ár. Ég sá hins vegar um daginn að þeir sem eru 198 sm á hæð mega vera jafn þungir og ég þannig að ég stefni að því að hækka um 21 sm á næstu 5 mánuðum. Það eru ekki nema svona 4,2 sm á mánuði og mér sýnist það vera alveg raunhæft markmið.

Hvernig ætlarðu að fara að þessu? -Ég reikna með að reyna að hanga eitthvað en svo hef ég verið að skoða þetta aðeins á netinu. Eða svona leita að einhverju sem gæti hjálpað.

Þú hefur ekki íhugað að fá þér plankastrekkjara til að flýta fyrir? -Ahh. Finnst þér þetta eitthvað fyndið vinur, sagði Lendi áður en hann skellti á Dreifarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir