Hlýtur hin eftirsóttu Schlussen-verðlaun

Eyleifur Karlsson á Strönd í Austur-Húnavatnssýslu fékk á dögunum ein virtustu þýðingarverðlaun sem veitt eru í heiminum, svokölluð Schlussen-verðlaun sem veitt eru í Þýskalandi ár hvert. Verðlaunin fékk Eyleifur fyrir þýðingar sínar á þýskum bíómyndum fyrir sjónvarp á Íslandi.

Eyleifur hefur fengist við þessa iðju sína frá unglingsaldri en í kynningu á kappanum kom fram að þýska hans sé lýtalaus og engu líkara en að hann sé innfæddur þjóðverji.

Eyleifi er hrósað sérstaklega fyrir þýðingu myndarinnar Niemand ist eine Insel, eða Enginn er eyland upp á hið ástkæra og ylhýra. Þá þykir hann eiga lipra spretti í Du bist eine kugelschreiber, eða Þú ert penni og fyrir myndina Hund in der Form eines Pferdes, eða Hundur í hestlíki, fékk Eyleifur sérstök dirfskuverðlaun sem kennd eru við Ottmar H Schmidt, Scmidt Freunde Auszeichnungen.

Fyrir liggja mörg þýðingarverkefni að sögn Eyleifs, má þar nefna skáldsögur og ljóðasöfn. M.a. mun hann þýða bókina Jeder sollte Freunde, eftir Knut Weirzigut og ljóð hins mikla meistara Albert Staubsauer en í fyrra gaf hann út bókina Die Poesie ist Katastrophe.

Þess má geta að lokum að Eyleifur er sjálfur að skrifa ljóðabók fyrir Þýskalandsmarkað og á hún að heita Relish Frieden und Stubs ihr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir