Með lausa skrúfu

Gunther Hermannsson hafði um árabil verið með lausa skrúfu og verið inn og út af geðveikrahælum hér á landi. Skrúfan losnaði fyrir um tuttugu árum og hefur verið laus æ síðan.

Það var ekki fyrr en á dögunum að skrúfan losnaði endanlega og týndist. Gunther leitaði hennar án árangurs í nokkra daga en ekkert spurðist til hennar. Það voru svö börn að leik við sem fundu skrúfuna og fóru með til síns heima. Þar sáu foreldrarnir fljótt að ekki var um neina venjulega skrúfu að ræða og fóru með hana á lögreglustöðina. Laganna verðir sáu strax hvernig skrúfa þetta var og hentust með hana á heilbrigðisstofnunina. Þar kom í ljós hver eigandi skrúfunnar var og var þegar í stað haft samband við Gunther sem varð ákaflega létt við þessar fréttir, enda jafnvel verra að vera skrúfulaus en með lausa skrúfu.

Skrúfunni var að lokum komið fyrir á réttum stað og gengur Gunther núna heill til skógar og líður eftir atvikum mjög vel. Hann lét til öryggist festa fleiri skrúfur.

Dreifarinn vill koma því á framfæri við fólk með lausa skrúfu, að festa hana vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir