Merkileg rannsókn á jólasveinum

Kristbjörg Kvaran leikskólakennari í Vestur-Húnavatnssýslu, gerði jólasveinana að viðfangsefni í lokaritgerð sinni til BA-prófs í bókmenntum. Hún rannsakaði gamlar heimildir um jólasveinana, ræddi við fólk um upplifun sína af þeim og reyndi að rýna í þessa rauðklæddu gleðipunga sem skemmta okkur hér um hver jól.

En hver var rauði þráðurinn? Jú, hann var sá að sögn Kristbjargar, að ýmsir textar um jólasveinana hafi verið stórlega misskildir. T.d. hafi einn textinn fjallað um „jólasveina einn og átta“, sem gerir bara níu þegar fólk leggur það saman, en aðrir textar og heimildir hafa talað um 13 jólasveina.

-Mér þótti áhugavert að skoða þetta í þessu ljósi, þ.e. hvort að jólasveinarnir væru í raun 9 eða 13 frá örófi alda og komst í raun að mjög ákveðinni niðurstöðu eftir að hafa lagt í þetta mikla vinnu og ófáar heimsóknir á skjalasöfn út um allt land, sagði Kristbjörg við Dreifarann. – Málið er að samkvæmt mínum rannsóknum á jólasveinunum, þá voru þeir mjög litlir. Þeir voru í raun bara einn og átta. Það er, þeir voru 1.08 metrar á hæð, sem er mjög lítið. – Það er því ekki verið að syngja um tvennskonar jólasveina eins og margir hafa haldið, heldur sömu jólasveinana 13 talsins, en þeir voru bara svo litlir að einhverjum datt í hug að skrifa svona skemmtilegan texta um þá staðreynd, sagði Kristbjörg að lokum við Dreifarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir