Samtök um jarðgangagerð á Norðvesturlandi stofnuð

Finnur Greipsson hnusar af uppskeru sinni

Hópur fólks í Vestur- Húnvatnssýslu hefur stofnað með sér samtök um jarðgangagerð á Norðvesturlandi. Það er Finnur Greipsson bóndi í Hrútafirði sem leiðir samtökinn og var hann einróma kosinn formaður þeirra á stofnfundinum nú um daginn. Hann var einn í kjöri.

 

 

 Ekki hefur farið mikið fyrir jarðgöngum á svæðinu og freistast margir til að efast um notagildi þeirra. – Þetta snýst ekkert um notagildi, sagði Finnur í spjalli við Dreifarann. Málið er að Norðvesturland er að verða eina landssvæðið, eftir að Siglfirðingar færðu sig austar,  þar sem ekki er að finna nein göng og okkur finnst það súrt í broti. Okkur finnst eins og ríkið hafi bara gleymt okkur.

 

En hvar væri hægt að bora jarðgöng? – Það má örugglega finna marga staði, segir Finnur, en þó höfum við rætt það af fullri alvöru að bora undir Hrútafjarðarhálsinn. Það myndi ekkert endilega bæta samgöngurnar á neinn hátt, hugsanlega bara hægja á hraðanum og gera það erfiðara að keyra í svo löngum og dimmum göngum, en um það snýst málið ekkert, ríkið hefur bara gleymt þessu svæði þegar kemur að jarðgöngum og við viljum benda á það hróplega óréttlæti.

 

Þess má geta að samtökin verða með opinn kynningarfund á fimmtudaginn kemur í félagsheimilinu Víðihlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir