Sigldu fram á mann á hjólabát

Grásleppukarlar við Húnaflóa rákust á óvæntan ferðalang þegar þeir vitjuðu neta sinna á dögunum. Mættu þeir manni á hjólabát sem hann hafði leigt sér í Nauthólsvík í Reykjavík og hyggst hann halda hringinn í kring um landið á bátnum. Maðurinn var vel vistaður og tilbúinn fyrir allskonar veðurlag að sögn þeirra grásleppukarla og töldu þeir enga sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af honum.

Þess má geta að búist er við því að maðurinn á hjólabátnum komi í höfnina á Sauðárkróki seinni partinn í dag, eða um fimm leytið og er fyrirhugað að halda honum veglega móttöku, m.a. með þátttöku kvartettsins Sandala, sem nýlega var stofnaður en hann leggur áherslu á lög Guðmundar frá Syðra-Felli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir