Símaskráin prentuð í númeraröð en ekki stafrófsröð

Símon Eriksen var í haust sagt upp sem uppsetjara norðlensku símaskrárinnar eftir að hann setti hana upp í númeraröð en ekki stafrófsröð. –Ég skil nú ekki að fólk sé að gera eitthvað vesen út af þessu, það eru nú svo margir sem muna númerin en ekki í hvern þeir ætla hringja, sagði Símon í léttu spjalli við Dreifarann.

Útgefandi norðlensku símaskrárinnar, Leifur Æ. Zófóníasson, segist aldrei hafa lent í öðru eins og því að þurfa að svara svekktum notendum símaskrárinnar sem höfðu eytt gríðarlegum tíma í að leita að, til dæmis, þeim sem voru með hæstu númerin. –Já, fólk var sumt hvert hreinlega brjálað. Við hjá útgáfunni vorum líka svo óheppnir að okkar númer er eitt lægsta númerið í skránni, ofarlega á fyrstu síðu, þannig að fólki gekk mjög vel að finna númerið okkar og hefur verið duglegt að hringja og  kvarta.

En Leifur, næst þegar skráin kemur út, verður þá aftur raðað í stafrófsröð? –Ég á svona frekar von á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir