Snjómoksturfræðingar farnir á stjá

Snjómokstursfræðinguar eru sammála um að svona eigi ekki að skilja vð stéttina.

Á kaffistofunni heyrði dreifarinn að nú í vetrartíðinni sem verið hefur undanfarið á Sauðárkróki, hafi snjómokstursfræðingar bæjaris haft í nægu að snúast.

 Þessi hópur sérfræðinga er fjölmennur og telur að öllum líkindum um 2000 manns. Ákveðinn hópur þessara sérfræðinga hefur nú komið saman í fyrsta sinn á þessu hausti og rætt þá hugmynd alvarlega að stofna félagsskap til að halda utan um þessa fræðigrein sem skoðanir á snjómokstri eru.

 

Geir Geirsson íbúi á Sauðárkróki er einn helsti hvatamaður að stofnun þessara samtaka. –Já við erum hér allmargir í bænum sem teljum okkur kunna betur að moka snjó en þessir vélamenn sem vinna við þetta á hverjum degi. Við höfum okkar skoðanir á hlutunum, vitum hvar má gera betur og ætlum okkur að koma því framfæri. Við ætlum t.d. að standa fyrir samverustundum þegar snjómokstur stendur yfir, ganga um bæinn og fylgjast með mokstrinum. Við áskiljum okkur allan rétt til þess að stöðva vinnu þessara manna til að koma góðum ábendingum á framfæri, segir Geir.

 

En hafa þeir rætt við forsvarsmenn sveitarfélagsins? –Nokkrir okkar hafa gert það en við tölum fyrir daufum eyrum þar á bæ, við teljum okkur vita þetta og kunna betur en nokkur þar á bæ og því eigi þeir að hlusta á okkur, segir Geir.

 

Stefnt er á stofnfund Félags áhugafólks um snjómokstur í Ljósheimum fimmtudaginn 30. október n.k. kl. 20.00 Það er sé einhver flugufótur fyrir fregn þessari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir