Unnar Helgi klikkar ekki í stóra klukkumálinu

Unnar Helgi tekur starf sitt sem fjölmiðlarýnir mjög alvarlega og missir ekki af neinu.
Unnar Helgi tekur starf sitt sem fjölmiðlarýnir mjög alvarlega og missir ekki af neinu.

Unnar Helgi Rafnsson hafði nýverið samband við skrifstofu Dreifarans og sagðist búa yfir merkilegri hugmynd. „Ég er sko búinn að leysa þennan klukkuvanda í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann hróðugur og bætti við: „Og ég héddna sko, þetta er svo einfalt maður að ég skil bara ekki hvað annað fólk getur verið vitlaust að hafa ekki fattað upp á þessu á undan mér.“

Unnar, sem vinnur nú um stundir sem sjálfskipaður fjölmiðlarýnir fyrir sunnan, hefur víða komið við á ekki svo langri ævi. „Já, blessaður vertu héddna sko, ég er sko búinn að reyna flest og héddna yfirleitt verið ómissandi. Það náttúrulega þýðir að maður hefur verið eftirsótt vinnuafl skiluru og kannski ekki sko stansað lengi í hverri vinnu sko.“

En hvað segirðu Unnar, hvernig ertu búinn að leysa klukkumálið? „Ja ég skal sko segja þér það sko vinur. Þú veist að það er alltaf annað hvort sko verið að pæla héddna í að seinka klukkunni eða kannski flýta henni sko. Þú hefur héddna sko heyrt talað um þetta, er það ekki?·

Jú. „Já ég héddna er sko alveg með lausnina. Hún er einföld sko. Hlustaðu nú vel. Við bara héddna fjölgum klukkutímunum í sólarhringnum!“

Ha? Hvað segirðu? „Ég sagði sko fjölgum: F - J - Ö - L - G - U - M. Svo einfalt er það sko héddna vinur.“

Ókei. Og hvernig leysir það vandann? „Jú sjáðu héddna, þetta er nefnilega snilldin sko, svo asskoti snjall hjá mér sko. Þetta þýðir nefnilega að ef við höfum sko til dæmis þrjátíu tíma í sólarhringnum, þá í stað þess að vakna klukkan sjö sko, þá getum við vaknað héddna klukkan hálf níu. Og ef við miðum sko við átta tíma vinnudag þá erum við héddna komin heim sko í skjannabjörtu og nógur tími til að grilla og fara héddna í golf og þannig sko.“

En hvernig ætlarðu að fjölga klukkustundunum í sólarhringnum Unnar? „Jaáá, það er nefnilega sko hin snilldin sko. Við fækkum bara mínútunum í klukkutímanum og ég er sko búinn að reikna þetta héddna allt. Þetta verða nefnilega sko crka 50 mínútur í klukkutímanum sko. Það er líka svo ansi heppileg lengd sko á klukkutíma eða sko cirka eins og einn sjónvarpsþáttur í meðallengd sko.“

Já, ég sé að þú ert búinn að hugsa þetta alla leið? „Já vinur minn, ég er sko héddna ekki svo vitlaus skal ég segja þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir