10 ára afmælishátíð Nes listamiðstöðvar
Um síðustu helgi var haldið upp á 10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd. Á hátíðinni voru sýnd verk fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, bæði innsetningar og gjörningur ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem nú dvelja á Skagaströnd.
Blaðamaður Feykis kíkti í heimsókn og barði sýninguna augum á sunnudag. Þar mátti sjá 80 listaverk, ljósmyndir, málverk og teikningar og ýmislegt annað og voru flest listaverkin til sölu. Auk þess var gestum boðið upp á kaffi og köku.
Það var gaman að koma í Nes listamiðstöð og skoða hvað þeir ólíku listamenn sem þar hafa dvelja eru að fást við og mælir Feykir með heimsókn þangað. Hér á myndunum að neðan má sjá hluta listamannanna og nokkra ágæta gesti sem kíktu inn um miðjan sunnudag.