1,5 milljón úr Mannvirkjasjóði KSÍ á Norðurland vestra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
01.06.2010
kl. 13.39
Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir frá þeirri ákvörðun KSÍ að úthluta 31 milljón króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ á þessu ári en þetta er í þriðja skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.
Að þessu sinni fá tvö félög á Norðurlandi vestra úthlutað úr sjóðnum. Kormákur á Hvammstanga fær 1 milljón til þess að leggja gras á malarvöll og Hvöt fær 500 þúsund til framkvæmda við Blönduósvöll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.