2. apríl er gabblaus dagur

Enginn hvalur maraði í fjörunni neðan slökkvistöðvarinnar á Sauðárkróki í gær en eins og glöggir lesendur Feykis.is vissu en þarna var um aprílgabb að ræða. Hvalinn góða sem myndin sýnir rak hins vegar á land í apríl 2009 við bæinn Kleif á Skaga og Feykir sagði þá frá. Charlie Sheen var heldur ekki á skíðasvæðinu í Tindastóli.

Það var gabb frá skíðadeild Tindastóls en kappinn hafði verið að spóka sig í höfuðborginni dagana á undan. Aðrar fréttir sem greint var frá á Feyki.is í gær 1. apríl eru réttar.

Fleiri fréttir