26 þúsund manns í sundlaugina á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
13.10.2010
kl. 08.17
Í lok september höfðu 26 þúsund manns komið í sundlaugina á Hofsósi frá því hún var opnuð almenningi í byrjun maí á þessu ári. Þetta er miklu meiri aðsókn en fyrirfram var gert ráð fyrir og mikið hefur mætt á starfsliði laugarinnar.
,,Starfsfólk laugarinnar á mikið hrós skilið fyrir starfið í sumar því bæði var aðsóknin mikil og svo komu upp ýmsir byrjunarörðugleikar sem við höfum smám saman verið að sníða af " sagði Sævar Pétursson íþróttafulltrúi Sveitarf. Skagafjarðar þegar hann sagði frá starfsemi sundlaugarinnar á fundi með Lionsmönnum á Hofsósi fyrir skömmu. Mynd og texti ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.