45 milljóna happdrættisvinningur til Skagastrandar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.10.2008
kl. 20.46
Vísir segir frá því að einstaklingur á Skagaströnd hafi í kvöld fengið þau gleðilegu tíðindi að hann hefði unnið 45 milljónir í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands.
Hæsti vinningur hjá Happdrætti Háskólans er 5 milljónir á einfaldan miða, en þar sem hinn heppni hafði keypt fimmfaldan miða auk fjögurra einfaldra á sama númer varð heildarvinningsfjárhæðin 45 milljónir.
Ekki slæm búbót þetta á hinum síðustu og verstu tímum.