4G á Sauðárkróki
Heimamenn og gestkomandi á Sauðárkróki og Húsavík geta nú komist í háhraða 4G netsamband og nýtt sér öfluga tengingu Vodafone á báðum stöðum. Kveikt hefur verið á tveimur 4G sendum, þ.e. á Hegranesi og Húsavíkurfjalli, en byrjað var að innleiða tæknina í Eyjafirði. Við bjóðum Sauðkrækinga og Húsvíkinga velkomna í hópinn!
Flutningshraði 4G tengingar er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Tengingin er einnig mun af kastameiri og býður upp á meira gagnamagn. Með 4G má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með beinum útsendingum frá úrslitakeppni HM á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum og veðri eða streyma tónlist og myndefni greiðlega. Allt sem til þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið. Gildir þar einu hvort tengst er úr sumarbústað, af tjaldsvæði eða annars staðar að - enginn ætti að þurfa vera netsambandslaus á ferðum sínum. Ör uppbygging 4G og Gaddstaðaflatir yfir Landsmótið
Uppbygging 4G þjónustusvæðis Vodafone hefur verið hröð það sem af er ári og fjöldi senda verið gangsettur. Auk Norðurlandsins nær háhraða dreifisvæði félagsins nú til helstu sumarhúsabyggða á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk Akraness, Egilsstaða og höfuðborgarsvæðisins. Þá hefur 4G sendi verið komið upp á Gaddstaðaflötum við Hellu, þar sem Landsmót hestamanna fer fram.
/Fréttatilkynning