50 ára afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf.

Félagar í GSS eru um 200 talsins. Klúbburinn hefur gefið út afmælisrit á rafrænu formi. Þar er að finna fjölbreyttu efni, m.a. ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.

Nálgast má afmælisritið hér.

Hér er að finna frétt um GSS sem birtist fyrr í sumar.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir