6. flokkur E malaði KR á Goðamótinu

 

Stoltir strákar en þeir eru allir á yngra ári í 6. flokk.

Tindastóll sendi tvö lið í 6. flokka á Goðamótið sem fram fór í Boganum á Akureyri um síðustu helgi. Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann gull í keppni E-liðanna, en strákarnir tóku KR 5-2 í nefið í úrslitaleiknum.

E-liðs menn var grjótharðir og létu ekkert á sig fá þó þeir væru tæklaðir í andlitið eða fengju bylmingsskot beint í andlitið.

Strákarnir í A-liðinu stóðu sig sömuleiðis með mikilli prýði en áttu við ramman reip að draga í viðureignum sínum við mörg af sterkari 6. flokks liðum landsins.

Fleiri fréttir