8. flokkur drengja malaði C-riðilinn

Strákarnir í 8. flokki kepptu hér heima í C-riðli Íslandsmótsins um helgina. Þeir fóru létt með andstæðinga sína og unnu sig þar með upp í B-riðil í næstu umferð.

Fyrsti leikur strákanna var gegn Valsmönnum og vannst hann örugglega 52-19. Daníel Logi Þorsteinsson var stigahæstur Tindastólsstrákanna með 12 stig, Atli Freyr Rafnsson og Elvar Ingi Hjartarson skoruðu 8 stig hvor, Leó Konráðsson, Bragi Hilmarsson, Ágúst Friðjónsson og Arnar Freyr Stefánsson skoruðu 4 stig hver og þeir  Benedikt Rúnarsson, Hlynur Freyr Einarsson, Pálmi Þórsson og Hlöðver Þórarinsson skoruðu 2 stig hver. Arnar Freyr var með flest fráköst eða 10, Hlynur Freyr var með þrjár stoðsendingar, Bragi var með þrjá stolna bolta og Daníel Logi varði þrjú skot.

Næst léku strákarnir gegn FSu og unnu á þeim stórsigur 69-20. Þeir Leó og Bragi skoruðu 10 stig hvor, Daníel Logi var með 8, Arnar Freyr og Hlöðver 7, Ágúst 6, Pálmi 5, Arnar Ólafsson, Elvar Ingi og Hlynur Freyr 4 stig hver, Benedikt 2 og þeir Jónas Már Kristjánsson og Atli Freyr voru með 1 stig hver. Daníel Logi var frákastahæstur með 7 fráköst, Pálmi gaf fjórar stoðsendingar, Arnar Freyr og Elvar Ingi stálu 4 boltum hvor.

Þriðji leikur strákanna var gegn Hetti á sunnudagsmorguninn. Hattarar reyndust lítil fyrirstaða og unnu strákarnir öruggan sigur 72-23. Arnar Freyr var með tröllatvennu í leiknum en hann skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Leó var með 10 stig, Bragi setti 9, Daníel Logi 8, Elvar Ingi og Ágúst 6 hvor, Arnar Ó var með 5 stig og þeir Atli Freyr, Hlynur Freyr, Pálmi og Hlöðver voru með 2 stig hver. Eins og áður sagði var Arnar Freyr frákastahæstur með 10 stykki, Bragi var með fjórar stoðsendingar og þrjá stolna bolta eins og Pálmi og Elvar Ingi varði 2 skot.

Síðasti leikurinn gegn Breiðabliki var úrslitaleikur í riðlinum þar sem Blikarnir unnu sömuleiðis alla sína leiki fram að þessu. Strákarnir gerðu þó út um þann leik strax í fyrsta leikhluta, en staðan eftir hann var 18-2. Lokatölur leiksins urðu 51-28. Elvar Ingi skoraði 13 stig, Arnar Freyr og Daníel Logi skoruðu 8 stig hvor, Leó og Bragi 4 og þeir Arnar Ó, Atli Freyr, Ágúst, Hlynur Freyr, Hlöðver, Jóhannes Friðrik Ingimundarson og Pálmi Þórsson skoruðu allir tvö stig. Daníel Logi tók flest fráköst eða 8, Bragi og Hlynur Freyr sendu tvær stoðsendingar hvor, Arnar Freyr og Daníel stálu tveimur boltum hvor og þeir Leó og Arnar Ó, voru með eitt varið skot.

Strákarnir unnu því C-riðilinn ákaflega örugglega og eru þar með komnir upp um riðil. Varnarleikur þeirra var mjög ákveðinn og fengur þeir mörg hraðaupphlaup í kjölfarið á stolnum boltum og lélegum skotum andstæðinganna og náðu þeir að spila mjög vel saman og fengu framlag frá öllum leikmönnum liðsins.

Hjörtur Geirmundsson tók tölfræði hjá strákunum og hana má alla finna HÉR. Þjálfari liðsins er Borce Ilievski. Einar Gíslason og Jóhann Sigmarsson sendu heimasíðunni myndir af mótinu en að baki strákunum stendur þéttur og öflugur foreldrahópur sem hjálpar mikið til í starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir