9 börn komin í nýja leikskólann á Húnavöllum
Nýr leikskóli í Húnavatnshrepp er að hluta til kominn í notkun þrátt fyrir að hann hafi enn ekki verið formlega vígður. Alls eru níu börn komin með vistun í skólanum og þeim sinna tveir starfsmenn.
Upphaflega stóð til að vígja skólann í lok ágúst en þar sem vatnstjón varð á annarri deild skólans tafðist vígslan ótímabundið. Deildin sem skemmdist er sú deild sem hýsa átti yngstu börn grunnskólans eftir að skóla lýkur og þar til skólabíllinn keyrir heim. Unnið er að viðgerðum á tjóninu.
